Algengar spurningar

Ég veit ekki hver húðgerð mín er:

Til að finna hver húðgerð þín er, skaltu byrja á að hreinsa húðina vandlega og þerra. Ekki bera neitt á hana. Eftir 30 mínútur skaltu skoða vel höku, enni, kinnar, T-svæði og nef.

Ef húðin virkar stíf og tekur í þegar þú hreyfir andlitið, ertu með þurra húð.

Þurr húð sem að auki jafnvel flagnar, er auðveldlega ert, aum og með roða, er viðkvæm húð.

Ef það er áberandi glans á T-svæði og kinnum ertu mjög líklega með feita húð.

Ef þú ert með þurrk í kinnum en fituglans á T-svæði ertu með normal/blandaða húð

Húð sem er með fituglans, mikið af fílapenslum, nokkuð af bólum er óhrein/feit, og ef þú ert að auki með þrymlabólur eða kýli sem sýking er í, ertu með acne eða tilhneigingu til acne.

Húð sem þjáist af acne er pirruð, oft kláði í útbrotum, gröftur eða vökvi kemur úr bólum, mikill roði er og bólgur.

Algengt er að fá ör eftir acne útbrot og rauðir blettir sitja eftir á húðinni.

Hvaða rå oils vörur henta hverri húðgerð fyrir sig ?

skin rescue hentar mjög þurri og þurri húð. Viðkvæmri, flagnandi húð með kláða og pirringi. Hefur reynst mjög vel á exem þurrk, psoriasis bletti og erfiða þurrkubletti. Hefur einnig reynst fyrirbyggjandi við skordýrabitum sem og slegið strax á kláða og róða eftir bit.

eternal radiance hentar eðlilegri, blandaðri, feitri húð án mikilla útbrota. Hún kemur á jafnvægi milli fitu og raka, gefur húðinni djúpan raka, dregur úr fínum línum og grunnum hrukkum, eykur á teygjanleika húðarinnar og gefur dásamlegan ljóma. Hún mjúklega slípar burt dauðar húðfrumur og hjálpar þannig við að losa okkur við yfirborðsóhreinindi og fílapensla. Jafnar húðlitinn.

acne therapy hentar húð sem er óhrein, feit, með acne útbrot, húð sem hefur tilhneigingu til acne, er með lokaða/opna fílapensla, kýli, sýkingu, roða, pirring, ör og litabletti eftir útbrot.

acne therapy byrjar á að hreinsa upp þá sýkingu sem kann að vera í húðinni. Þetta ferli tekur mislangan tíma, sem fer alfarið eftir hversu slæm húðin er. Í þessu ferli finnst okkur húðin versna því hún er að hreinsast út. Það er góðs viti, og eftir það ferli fer húðin að heila sig hægt og rólega.

Margir sjá mikinn árangur eftir aðeins 10-14 daga, aðrir þurfa allt að 3-6 mánuði til að fá góðan árangur.

Mjög áríðandi er að hreinsa húðina vel kvölds og morgna og mælum við með clear skin hreinsinum okkar þar sem hann vinnur sérstaklega vel með acne therapy.

Við ráðleggjum einnig að nota ekki aðrar vörur á meðan, þar sem þær geta truflað virkni ilmkjarnanna.

clear skin cleanser hentar öllum húðgerðum en er bestur fyrir óhreina/acne húð.

clear skin hreinsirinn hreinsar auðveldlega burt allan farða og önnur óhreinindi og gefur húðinni um leið mikla og góða næringu.

Bleytið allt andlitið, pumpið litlu magni af hreinsi í lófana og nuddið mjúklega yfir allt svæðið sem á að hreinsa. Gefið þessu amk 2 mínútur svo ilmkjarnarnir fái að gera sitt gagn. Vindið þvottastykki upp úr snarpheitu vatni, leggið yfir andlitið og andið að ykkur ilmkjörnunum. Strjúkið vel yfir allt svæðið. Endurtakið ef þarf.

Ath að hreinsinn má líka nota á augnsvæðið, en við mælum alltaf með að prófa fyrst lítið, sérstaklega ef þú ert með viðkvæm augu.

rose mist hentar öllum húðgerðum. Úðið yfir andlit og háls eins oft og þurfa þykir. Mjög gott að úða yfir nýfarðaða húð til að setja farða. Rose mist gefur mikinn raka, er kælandi og sefandi. Hefur reynst afar vel að úða yfir líkamann í miklum hita og sól til að kæla og halda raka í húðinni.

radiance mask hentar öllum húðgerðum nema viðkvæmri húð. Maskinn inniheldur aðeins náttúrulegan, sólþurrkaðan leir, kraft úr rósberjum og grænu te. Hægt er að nota maskann bæði sem skrúbb og maska.

Hann er einstaklega andoxandi og nærandi, dregur saman húðholur og jafnar húðlitinn. Húðin verður silkimjúk og ljómandi og tandurhrein.

Notaður sem skrúbb er best að bera hann frekar þykkt á í sturtu eða baði (gott að húðin hitni aðeins áður) látin liggja í smá stund og síðan skrúbbaður mjúklega af með höndum. Andlitið skolað vel á eftir og viðeigandi olía borin á.

Maskinn er bestur blandaður með rósaúðanum okkar, en hægt að blanda hann td með vatni eða góðu jurtatei eins og kamillu eða fennel.

Hversu lengi á að nota olíurnar ?

rå oils olíurnar koma algjörlega í staðinn fyrir dag/rakakrem eða hvað annað sem þú ert vön/vanur að nota. Þær eru notaðar kvölds og morgna á hreina húð. 

Þær eru ekki þróaðar sem kúr, nema ef vera skyldi acne therapy.

Acne therapy er þróað til að meðhöndla og koma í veg fyrir acne og acne útbrot. Eftir að viðunandi árangur hefur fengist, er nóg að taka kúra af og til, þegar, og ef útbrotin byrja að láta á sér kræla aftur.

Bestur árangur hefur náðst með því að láta eternal radiance taka við af acne therapy, þar sem hún viðheldur jafnvægi í húðinni.

Ég er með ofnæmi fyrir nikkel, má ég nota rå oils ?

Í prófunum á okkar innihaldsefnum hefur nikkel ekki fundist, ekki einu sinni í snefilmagni. Engu að síður, ef í vafa, þá hvetjum við fólk alltaf til að leita ráða hjá sínum lækni. Innihaldslýsingar eru mjög góðar og einnig hægt að lesa allt um innihaldsefnin hér á síðunni.

Mega barnshafandi nota rå oils ?

Í prófunum sem allar okkar vörur undirgangast, og eru samkvæmt alþjóðlegum reglum ESB, eru allar vörur oils öruggar fyrir barnshafandi. Aftur ítrekum við, og tökum fram á öllum umbúðum okkar, að það borgar sig alltaf að leita ráða hjá sínum lækni til að vera öruggur.

Hvar eru þessar vörur búnar til ?

Allar vörur oils eru handblandaðar á Íslandi af Elínu, öðrum eiganda og vöruþróunarstjóra rå oils.

Innihaldsefni kaupum við af birgja sem er vottaður vegan, cruelty free, stundar sanngjörn viðskipti (Fair trade) við sjálfbæra bændur og stenst allar kröfur sem gerðar eru um gagnsæi og rekjanleika vara.

Ég finn ekki svar við spurningu minni hér

Ef þig vantar frekari ráðleggingar, eða hefur fleiri spurningar, er velkomið að senda okkur línu á póstfangið: elin@raoils.com

 

Ef þú ert í meðferð hjá húðlækni og ert á lyfjum við acne, haltu áfram á lyfjunum. Það er fullkomlega óhætt og hefur reynst mjög vel að nota acne therapy með meðferðinni.

Okkar menntun liggur ekki á sviði læknisfræði og við munum aldrei halda fram að olíurnar okkar geti læknað eitt eða annað húðástand. 

Við ráðleggjum aðeins samkvæmt reynslu okkar og annara sem hafa notað rå oils vörurnar.

Margir þurfa að fá lyf hjá lækni þrátt fyrir að nota acne therapy til að meðhöndla sjúkdóminn acne.

Okkar þekking byggir á aldagömlum fræðum um ilmkjarnaolíur sem hafa verið notaðar svo öldum skiptir bæði til lækninga og fegrunar.